mánudagur, febrúar 03, 2003

Í gær var ég fyrir andlegu sjokki og andlegu ofbeldi í þokkabót. Þannig er mál með vexti að ég gerðist svo djörf að fara í verslunarleiðangur í þá ágætu verslunarmiðstöð Kringluna að leita mér að stígvélum. Nei gott fólk... ekki að gúmmístígvélum og ekki geimstígvélum (moonboots)... heldur pinnastígvélum. Eftir mikla leit fann ég loks draumastígvélin í Gallerí 17. Kostuðu bara skítinn 20 þúsund kall sem er gjafaprís fyrir fátækan námsmann eins og mig!! HAHA!! Ég bað um mína stærð og viti menn... þau pössuðu!!! En svo var að renna þeim upp. En ekki gat ég rennt upp þrátt fyrir mikil og blóðug slagsmál við rennilásinn. Það er erfitt að vera kvenmaður með breiða ökkla á Íslandi... því komst ég að í gær! Ég ákvað samt að gefast ekki upp og ákvað að leita hjálpar hjá einni af afgreiðslukonunum. Samtal okkar var á þessa leið:

Ég: ,,Fyrirgefðu... en áttu einhver stígvél fyrir kvenmenn með breiða ökkla??”
Afgreiðslukvendi: ,,Ha.... hvað meinarðu??” (sagt með truntulegri röddu)
Ég: ,,Nú... bara.... stígvél fyrir breiða ökkla!!”
Afgreiðslukvendi: ,,Bíddu, af hverju heldurðu að Stórar stelpur hafi verið stofnuð???”

Og þarna missti ég algjörlega andlitið og gat ekki komið upp einu einasta orði! Ef ég hefði ekki verið svona hissa, þá hefði ég getað buffað þessa kellingardruslu!! Hafa afgreiðslukonur rétt til að koma svona fram við kúnna?? Er maður bara stimplaður feitur ef maður er ökklabreiður?? Þessi búð djöfulsins tekur greinilega ekki tillit til stórbeinótts fólks og hér með fordæmi ég þessa búð og starfsfólk hennar líka.
En ekki þýðir að deila við dómarann því að minn dómur hefur verið kveðinn. Mér er ekki ætlað að kaupa mér stígvél og því hef ég gefist upp!! Gúmmítúttur here I come!!!!

Engin ummæli: