mánudagur, febrúar 10, 2003

SKEMMTIHORNIÐ

Ójá... það er ekki til neitt skemmtilegra en að leika sér með nöfn fræga fólksins og er það með eindæmum skondið að þýða þau yfir á íslensku. Hér koma nokkur dæmi:

Britney Spears: Britney Spjót
Nicole Kidman: Nicole Barnamaður
Justin Timberlake: Justin Timburvatn
Sandra Bullock: Sandra Bolalokkur
Tom Waits: Tommi bíður (en eftir hverju??? Humm...)
Alicia Silverstone: Alicia Silfursteinn
Magic Johnson: Töfrar Jónsson
Cat Stevens: Köttur Stefáns
Tom Cruise: Tommi Bíltúr
Jimmy Paige: Jimmy Blaðsíða
John Goodman: Jón Góðmaður
Lauren Hill: Lauren Hæð

Og svo eitt færeyskt í lokinn:

Eivör Pálsdóttir: Ekki-munnur Pálsdóttir

Eins og þið sjáið er alltaf hægt að gera eitthvað skemmtilegt úr leiðinlegu fólki.... ef þið lumið á einhverjum fleiri skondnum nöfnum.... látið mig þá vita!! Njótið heil!!

Engin ummæli: