föstudagur, ágúst 18, 2006

Ísland - bezt í heimi!

Land íss og snjós/snjóvar/snjóar (skv. www.lexis.hi.is) kemur víða við og þær vörur sem framleiddar eru á okkar fagra landi.

1. Heather Graham sást skokka í 66°N peysu í þættinum 'Emily's Reasons Why Not' hér á dögunum. Tók hún sig einkar vel út í flíkinni.

2. Madonna á kjól sem einhver íslensk kona hannaði. Jeee!

3. Nikita límmiði sást á spegli á sveittum bar sem kom fram í síðasta þætti af 'Love Monkey'. Reyndar sáust bara stafirnir N, T og A því öðrum límmiða var plantað yfir umtalaðan límmiða. En undirrituð tók eftir 'For Girls Who Ride' neðst á límmiðanum. Kannski ekki týpískur barlímmiði.

4. Og enn um Nikita. Í unglingamyndinni 'Stick It' sást stúlka í Nikita peysu. Nikita greinilega að gera það gott í Drollívúdd.

5. Óperusöngkonan Pink á jakka frá Dead. Líka Bill Clinton.

6. Íslenskur fiskur var einu sinni notaður í 'Sex and the City' þætti.

7. Frægasta kona heims, Oprah á peysu frá Elm.

8. Kiefer Sutherland á íslenska lopapeysu.

Og svo lengi mætti telja. Óþarfi að kvarta yfir því að vera Íslendingur.

Engin ummæli: