þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Fyrir


Eftir


Það gleður mig að kynna ykkur að ég hef verið valin annar mesti horframleiðandi í heiminum af breska blaðinu The Guardian. Fyrsta sætið hlaut kona á elliheimili í Úganda. Í tilefni af því hefur mér verið boðið í teboð í Búkkíngham í nóvember. Ekki veit ég hvaðan allt þetta hor kom en mig grunar að Argentínumaðurinn Zeno sem bauð mér í argentíska grillveislu á tjaldstæðinu sínu um daginn hafi átt þar hlut að máli.

Hor getur látið mann gera allskonar vitleysu. Í vinnunni í gær var ég svo utan við mig að litlu munaði að ég tannburstaði vistmann á sambýlinu með fótakremi. Enginn skaði skeður.

Fyndið að kvef byrjar oftast í annarri nösinni og bíður með að ráðast á hina í smá tíma. Þetta er eins og að höggva bara annan fótinn af manni þegar þú getur gert meiri skaða með því að höggva báða. Asnalegt.

Ég er farin að bæta í snýtubréfahrúguna. Fann samt upp á nýrri sögn fyrir að snýta í horæði mínu: að hora í nefið.

Engin ummæli: