sunnudagur, maí 11, 2003

EITT AF ÞVÍ FYNDNASTA SEM ÉG HEF SÉÐ...

... þetta byrjaði allt þegar ég sat í makindum mínum með bestu vinkonu minni (henni Svell er á gnípu og eldur geisar undir... dýrka þessa stelpu!!) við borðstofuborðið heima á sjálfan kosningadaginn. Við vorum að spjalla saman um muninn á há- og lághitasvæði og þegar samræðurnar voru orðnar ansi ofbeldisfullar, gerðist það....
Okkur brá örlítið þegar við heyrðum mikið gelt og urr frá tveim hundum og ég rauk útí glugga. Þá var nágranna-dobermann-hundurinn að riðlast á e-m hundi úti á götu. Ekkert merkilegt við það þangað til....
Eigandinn Dobermann-hundsins (segi betur frá honum á eftir) kom arfareiður út... á nærbuxunum!! :) Það sem gerir þetta ennþá fyndnara er að þetta er ca. fertugur kall með ljóst sítt hár í tagli. Hann var alveg arfavitlaus, fór að öskra e-ð útí loftið og reyndi að skilja hundana í sundur. Hinn hundurinn var greinilega ekki með ól þannig að kallinn greip bara í aðra afturlöppina á honum og togaði hann inn í garðinn sinn og læsti. Vondur maður en allavega... Svo fór hann að öskra e-ð á hundinn og greyið hundurinn fór í algjöran kúk. HAHAHAHA... þetta var svo fyndið en það varð ennþá fyndnara þegar...
Kallinn sá að ég var að hlæja að honum inn um gluggann og gerði svo það barnalegasta sem hægt er að gera... hann gaf mér FOKKJÚ-MERKI!! AAAAHAHHA... hláturinn minnkaði ekki við þetta á mínum bæ og kallinn strunsaði súr í bragði með hundinn undir hendinni og nærbuxurnar á hælunum. (Og þetta voru svona þröngar gömlu-kalla-nærbuxur!!) Og hann hleypti hinum hundinum EKKI út! Er þar öruuglega ennþá. Vondur maður.

Svona er nú hverfið mitt í hnotskurn, fullt af brjálæðingum. Svo að við víkjum okkur aftur að karlinum, þá hafa þær sögusagnir gengið um bæinn að hann sé sterasali. Hann heitir víst Steingrímur og er stundum kallaður Stergrímur! Hann er nú betur þekktur sem Faxi á mínu heimili en við skiptum nöfnunum bara bróðurlega niður. Hann á alveg milljón bíla og svakalega sjúskaða kellingu. Svo er maður alveg skíthræddur við hundinn hans sem heitir örugglega saklausasta nafni í geimi... Tímon. Hundurinn minn er ekki ánægður með hann því hann notar alltaf pissuhornin hans án þess að biðja um leyfi. Einu sinni hittust þeir þegar ég var að hleypa mínum út að pissa. Það eina sem ég hugsaði var: "SJITT!" og hljóp á eftir honum. Þeir voru eitthvað að metast og kemur þá ekki Stergrímur út. Hann sá að ég var að reyna að ná mínum í burtu og sagði þá við mig: "Hva... mega þeir ekki ríða... elskan!" Blehh... ógeðslegur maður. Ef ég hefði verið ósýnileg þegar hann var að striplast á brókunum, (sem er svo líklegt) þá hefði ég togað þær niður og gefið lillemann einn á 'ann!!!! Grr....

Engin ummæli: