laugardagur, janúar 19, 2008

Down Under like a Thunder

Þá er legunni á Nýja-Sjálandi lokið og kellan mætt til Ástralíu. Tónleikarnir í Auckland voru já, afar skrýtnir en stuðið var nóg og þá er ég sátt. Skemmtileg uppsetning á sviðunum á Big Day Out festivalinu en þá eru tvö svið hlið við hlið (svona júllusvið) og þá er alltaf stöðugt rennsli og áhorfendurnir þurfa því lítið að bíða í hitanum og svitanum. Rage Against The Machine spiluðu því á sviðinu við hliðina á okkur eftir okkur en þegar á staðinn var komið var sviðið þeirra lokað. Við fengum því ekki að sjá dýrðina í þetta skiptið en því verður reddað í kvöld því þá spilum við aftur hérna á Goald Coast sem á víst að vera algjör paradís.

Og þá að aðalskemmtiefni dagsins. Um daginn skelltum ég og Bergrún okkur í teygjustökk af Auckland-brúnni á Nýja-Sjálandi. Brynja, Sigrún Jr., Harpa og Valdís voru okkur til halds og trausts og komu með okkur á brúna. Fyrst vorum við allar ólaðar upp, viktaðar og gerðar fínar og eftir það tók við heljarinnar löng ganga meðfram stálplanka. Þegar upp var komið byrjaði stressið að segja til sín en það fór um leið og maður sá alla hina fara á undan sér. Flestir nema við vildu steypa sér ofan í sjóinn en ég vissi að með minni óheppni hefði það endað illa. Kannski ofan í gininu á hákarli. Ég ætlaði þó að fá að snerta sjóinn og blotna smá. Þá var komið að mér og þá var ekkert annað hægt en að stökkva og gefa frá sér smá öskur til að gera þetta nú smá djúsí. Valdís var á útsýnispalli aðeins neðar og að hennar sögn mátti glitta í smá plömmer á konunni. Ekki verra. En ji hvað þetta var mikið stuð. Ég náði reyndar ekki að snerta sjóinn en það var nóg að finna hvernig adrenalínið steymdi um allan líkamann og teygjan dróg mig aftur upp. Svo skoppaði maður í smá stund og svo var ég toguð upp. Þegar upp var komið fékk ég þetta móðusýkilega hláturskast og skalf öll af gleði og ánægju. Mæli hiklaust með þessu. Við keyptum svo DVD disk með öllu heila klabbinu og það verður því vídjókvöld fyrir áhugasama þegar heim var komið. Brynja tók samt smá myndband af mér sem ég er að reyna að koma í nethæft form. Gengur illa en ég set það hérna inn um leið og það kemur.

Planið í dag er svo að skella sér smá á ströndina hérna fyrir framan og rokka svo allsvakalega á tónleikunum í kvöld. Á morgun er svo flug til Sydney og verðum við þar í nokkra daga enda 2 gigg þar í borg.

Smá leisersjóv:


Megabeibs við höfnina


Spekingar miklir


Plankinn genginn. Úúúú.


Neinei, ekkert stressuð

Engin ummæli: