mánudagur, apríl 12, 2004

Særún mælir með:

- teiknimyndinni Villti folinn. Uppáhaldssetningin mín: ,,Mikli foli, í dag mun ég ríða þér!" Þetta er bara hin ágætasta pikköpp-lína.
- fetaosti. Ómissandi með salatinu.
- Jóa Fel - fyrir hægðirnar.
- því að búa til gervikúk úr Snickers og klína því svo framan í einhvern. Ég heyrði nefnilega þessa svakalegu sögu um svona Snickerskúk í gær. Hún er samt ekki fyrir viðkvæma þannig að ég er ekki að segja hana hérna.
- því að fara í sjoppu og biðja um Travolta olíu. Það bregst aldrei.
- Akranesi. Það er nefnilega svo góð lykt og stemning þar í bæ. Svo eru pizzurnar ágætar líka.
- því að passa sig í kvikmyndahúsum erlendis. Stelpa sem vinkona mín þekkir fór nefnilega einu sinni í bíó í Frakklandi og fann að það stakkst eitthvað í sig í sætinu. Þá var það sprauta og á henni var miði sem á stóð (á frönsku auðvitað): Til hamingju, þú hefur smitast af HIV. Og það var satt... Já þið hafið ástæðu til að vera hrædd því það er sjúkt fólk útum allt.
- þessari síðu. Þið eigið eftir að pissa í ykkur af hlátri.

Engin ummæli: