sunnudagur, apríl 11, 2004

Páskar - eitt stórt partý!

Ég fór í páskapartý í gær. Þetta var eitthvað Flensborgarpartý þannig að ég þekkti ekkert svakalega marga en nóg af fólki þó. Þegar ég og partýfélaginn minn góði ætluðum að yfirgefa teitið, sannfærði einhverjir bad-ass gaurar okkur um að vera áfram og gáfu okkur áfengi í staðinn. Ég átti skemmtilegt samtal við þá:

Ég: "Jæja strákar, stundið þið einhverja íþrótt eða eitthvað svona skemmtilegt?"
Gaur: "Já, ég stunda kynlíf." Blikk


Sko strákar, svona á að fara að þessu. Ég féll allavega fyrir þessu og núna erum við par. Ég man reyndar ekki hvað hann heitir en það er annað mál. Ég læt ykkur vita á morgun.
-----

Páskaeggjaleitin tók um það bil klukkutíma þetta árið sem er bara góður tími. Mitt var falið í lúðrasveitarbúningnum mínum og systir minnar í nærfataskúffu mömmu minnar. Þónokkuð frumlegri staðir en í gítarnum Hannibal og óhreinatauinu í fyrra. Mamma fékk páskaegg nr. 10 frá vinnunni sinni og núna var sko komið að skuldadögum. Ég faldi eggið á svolítið nastý stað, í pokanum sem geymir hundamat heimilishundarins. Leitin tók einnig klukkutíma en hefði getið verið lengri ef hundurinn hefði ekki eyðilagt allt og byrjað að þefa af pokanum eins og... hundur. Mamma er mjög reið útí mig af því að það er eiginlega ekki hægt að borða eggið núna af því að það angar allt af hundamatslykt og bragðast eins og hey eins og svo margt þessa dagana. Þetta voru góðir páskar.

Engin ummæli: