þriðjudagur, apríl 06, 2004

Upplyfting

Nei, ekki hljómsveitin. Tímamót í lífi mínu áttu sér stað í gær þegar ég gerði mér ferð í nýja hverfi Hafnarfjarðar, Krýsuvíkina í matarboð til hennar Rebekku. Þar hittust 5 stelpur úr 10.T í Lækjarskóla og áttu saman ánægjustundir og slúðruðu mikið. Við komumst að mörgu um hvor aðra sem engum óraði fyrir. Við höfum breyst og þroskast en til hins betra. Ég komst að því að...

... aðeins ein af okkur á kærasta.
... aðeins tvær af okkur eru með bílpróf.
... aðeins ein af okkur hefur farið að hágráta á dansgólfi á skemmtistað, full, af því að hún fór að hugsa um strák sem var með okkur í 10. bekk og er núna skiptinemi í Bandaríkjunum.
... við drekkum allar og aðeins tvemur finnst bjór góður.
... engin af okkur reykir dagsdaglega.
... við erum í allar í sitthvorum skólanum.
... spínat bragðast eins og hey. Já, ég borðaði einu sinni hey þegar ég var lítil þannig að ég veit hvernig hey smakkast.
... ein af okkur hefur kysst stelpu.

Það er alltaf gaman að hitta gömlu vinina. Því verður ekki neitað.

Engin ummæli: