fimmtudagur, apríl 29, 2004

Á morgun

er merkisdagur. Þá mun ég öðlast frægð. Það á sér skýringu eins og allt annað. Frændi minn var tilraunadýr á einhverju nýju hjartalyfi með svo góðum árangri að BBC vill gera heimildarmynd um hann. Fjölskyldan var því beðin um að koma í kaffi til hans á morgun og á meðan munu kallar frá BBC taka viðtal við hann og okkur og taka myndir. Ef ég verð spurð að einhverju verð ég að tala íslensku og það er fúlt. Ég var búin að ákveða að tala svona brjálaða ýkta ensku eins og í öllum bresku myndunum um kóngafólkið en neinei, það má ég ekki. Ég ætla bara rétt að vona að þetta verða sætir kallar frá BBC. Alltaf gaman að víkka sjóndeildarhringinn. Svo græt ég ekki smá frægð.

Engin ummæli: