fimmtudagur, júlí 24, 2003

FUGL MÁNAÐARINS

Herfugl (Upupa epopa)

Herfugl er svo kallaður af því að hann þykir líkjast köppum frumstæðra þjóða, er þeir klæðast stríðsbúningi (Neihh... Atli Húnakonungur bara mættur á svæðið!!!!)
En hið latneska heiti og nafn hans á mörgum tungum er mótað eftir sérkennilegu dimmu og háværu hljóði hans ,,ú-pú-pú”. Að útliti er hann svo sérkennilegur og skrautlegur, að hann er auðþekkjanlegur. Aðallitur er glóbrúnt, vængir og stél með breiðum svörtum beltum (Ha... karate-beltum??) En mestan svip setur á hann hár og ryðrauður fjaðraskúfur á kolli með svörtum þverrákum (Ahhh.... TÍGRISDÝR!!) Ef hann æsist, þenur hann skúfinn út sem fyrirferðamikinn fjaðrakrans (Já, þú meinar aðventukrans)
Hinsvegar eru nú ekki margir, sem fá að sjá herfugl, því að honum hefur fækkað frá fyrri tíð af völdum mannsins. Helzt er hann á ferli um engi og graslendi, krafsar með beittu nefi í grasrót og dýrataði (Maður á ekki að róta í annarra manna saur!!) í leit að smáum skordýrum, en er styggur og mannfælinn, verpir oftast fjarri mannabústöðum, helzt í trjáholu en kemur þó fyrir undir þakbrún á stökum kofum. Kvenfuglinn liggur á ein á 5-8 grænleitum eða grábrúnum eggjum og tekur klakið 15-16 daga. Oft er megn ólykt af hreiðrunum (Rakspíra takk) og menn mega vara sig á að koma of nálægt þeim, því fuglarnir sletta svörtum ólyktarlegi úr stélrótarkirtlum (Meiri rakspíra takk).
Útbreiðslusvæði nær yfir meginhluta Evrópu, Asíu, Afríku og eyna Madagaskar. Liggur þar sú trú á, að ólyktarefni hans sé kynörvandi og er það notað í ástardrykki (Ó Mannfreð!!! Taktu mig!! Grrrr...) Svo mikil ásókn hefur verið í hann, að ekki alls fyrir löngu var honum útrýmt með öllu úr Grikklandi.

Heimildir: Stóra fuglabók Fjölva, 1971. Bls. 390-392

Engin ummæli: