þriðjudagur, júlí 15, 2003

AHHHH!! Ég er föst í mínum eigin kjallara!! Þið spyrjið... hvernig er það hægt?? Ég kem með svarið: “ÞAÐ ER BÚIÐ AÐ TAKA FOKKING STIGANN!!” Já stiginn sem notaður er til að komast milli hæða er horfinn og ég veit ekkert af hverju! Eða kannski er það útaf flísalagningunni sem er í gangi í þvottahúsinu okkar.... gæti hugsast. Jú stiginn er hérna... upp í sófa. Ahh... núna líður honum vel. Orðinn 83 ára og fær loksins að leggjast smá niður eftir allan þennan tíma. Hann á það líka skilið greyið... búinn að bera marga feita rassa milli hæða, búinn að forða mörgum dauðdögum og bara... hann er hetja! Tja... ég datt nú einu sinni úr honum og lenti á gólfinu. Ég lá stynjandi á gólfinu af sársauka og kom þá ekki bara Björkin askvaðandi og byrjaði að hlæja að mér. Þá höfðu nýju buxurnar mínar bara rifnað í klofinu við fallið! Svona er að vera bansett sillystick! Þá fær stiginn 1 refsistig! Skamm...
En ég er s.s. föst í kjallaranum því að ég tók bara lykil af kjallaranum með mér...ekki útidyralykil. Ég lifi þetta örugglega af... er með Sun-Lolly, marengsbotn og 3 gaddfreðnar endur í frystikistunni.
Það er orðið eitthvað svo kalt hérna niðri... og dimmt... hver slökkti ljósin?? Af hverju skelf ég svona... og af hverju glamra tennurnar mínar?? Ég er að gefa öndina....

... en ég á sem betur fer 2 eftir

Engin ummæli: