föstudagur, febrúar 27, 2004

Ungdómurinn nú til dags

Leið mín lá úr verslunarmiðstöð sem heitir eftir brauðmeti og í strætóskýli í nágrenninu. Í því voru 3 stelpur sem voru ekki eldri en 13 ára og voru þær að reykja. Ég datt inn á samtal þeirra:

1: Veistu, ég var einu sinni svo hrædd við þig. Þú ert með svo ill augu.
2: Já ég veit, frændi minn hann Elli Manson er líka með svona augu.
3: Hver er Elli Manson?
2: Vinur Sævars sænska í Breiðholtinu. Hann er með svona risa drekatattú á bringunni. Ég er að fara að fá mér svoleiðis í næstu viku.
1: Vá!
2: Ég veit! Ég var einu sinni drulluhrædd um að hann myndi skvíla í mömmu að ég dröggaði einu sinni.
3: Það hefði verið sækó fíaskó!
2: Neinei. Þá hefði ég bara látið annan frænda minn, Birki Manson berja hann og vini hans. Hann er sko lífvörðurinn minn og lemur alla sem bögga mig í klessu.
1: Svoleiðis...

- Þögn -

3: Myndir þú láta hann lemja mig ef ég myndi lemja þig?
2: Æi, ég veit það ekki. Fer bara eftir því hvað þú gerir fast og mikið.
3: OK.
1: Hvaða leið keyrir mamma þín?
3: 114
1: Færðu þá ekki alltaf frítt í strætó?
3: Nei, mamma er svo mikil tussa. Svo þarf ég aldrei að fara í strætó. Vinur minn hann Halli hamar skutlar mér bara útum allt þegar ég vil.
2: En af hverju er hann þá ekki að skulta þér núna?
3: Æi, hann er veikur.

Hér skilja leiðir okkar því nú er minn strætó kominn. Því miður missti ég af því að heyra um sportbílinn hans Halla hamars og hvað hann er ógisslega góður í að lemja fólk í köku.

Haha, ég var að komast að því að ég á annan frænda í MR sem er líka í 4. bekk og líka á máladeild eins og ég. Lítill heimur.

Engin ummæli: