sunnudagur, febrúar 29, 2004

Slys

Mamma viðurkenndi fyrir mér í gær að einu sinni gleymdi hún að hún ætti mig. Hún var bara tvítugt kjánaprik þegar faðir minn barnaði hana Valentínusardaginn 1986 (reiknaði það út sko) og bjuggu þau í blokkaríbúð á Seltjarnarnesinu. Mamma sem sagt skrapp út í sjoppu og þegar þangað var komið, mundi hún eftir því að hún ætti barn heima sem lá í rúminu.
Það er greinilegt að mér var ekki ætlað að koma í heiminn sbr. fjölskyldumyndbandinu sem ég fann fyrir löngu. Þar var matarklúbbur foreldra minna saman kominn og var karlpeningurinn að troða smokkum yfir hausinn á sér. Öllum tókst ætlunarverk sitt nema föður mínum en hans smokkur rifnaði. Þá sagði perrapíparinn í hópnum: ,,Já, það var svona sem Særún varð þá til!" Þetta fannst öllum alveg gasalega fyndið nema foreldrum mínum... og mér þegar ég sá myndbandið. Já, það er ekkert grín að vera óskilgetið barn.

Engin ummæli: