föstudagur, febrúar 20, 2004

Sjaldan fellur sultan langt frá berinu

Þetta sagði afi minn alltaf og gerir enn. Það er viss boðskapur í þessu sem enginn skilur nema ég og hann og ætla ég því ekki að fara í þá sálma. En sulturnar leynast víða, bæði í afkimum ísskápa og á veraldarvefnum. Við sulturnar í Sultufélaginu erum nokkurs konar sértrúasöfnuður sem sultar saman þegar tími gefst til og eru berar iljarnar oftar en ekki notaðir sem hjálpartæki. Leyf mér að kynna ykkur fyrir fólkinu:

Eplasulta
Það vill svo skemmtilega til að þetta er hún Sigrún í 3.A og er sérgrein hennar þýskar eplasultur. Ekkert jafnast á við þær og gæti ég borðað mörg baðkör af henni, sultunni það er.

Sultuhundur
Þessi sulta er fræg því hann er rappari. Hann rappar um beyglur og heitir Þorsteinn. Hann slítur þig í sundur því hann er Rottweilerhundur! Sérsvið hans eru svokallaðar hundasultur sem já... eru úr hundum. Ég er ekki sátt við þessa meðferð á greyið skepnunum en ef þetta er hans áhugamál þá get ég lítið gert í því.

Jarðaberjasulta
Verð að viðurkenna að ég veit bara ekkert um þessa sultu. Á fundum segir hún aldrei neitt heldur sultar bara og sultar. Sultar til að gleyma. Synd hvernig heimurinn er orðinn.

Sulta
Þessi sulta hefur ekki mætt á fund núna í ár, akkúrat á morgun. Sultufélagið mun halda upp á afmælið á næsta fundi og er fólk beðið um að taka með sér pönnsur eða vöfflur. Sultur gefnar á staðnum. Þótt ég hafi bara verið nýbyrjuð þegar þessi sulta hætti að mæta, þá var þetta einmitt heimsmeistarinn í sultugerð árið 2002. Varð víst fyrir aðsúgi brjálaðs aðdáanda og hefur þar af leiðandi lokað sig inni á sveitabæ í Austur-Húnverjahreppi. Við bíðum spennt eftir næstu sultu sem hún er víst að þróa samkvæmt áreiðanlegum heimildum.

Sviðasulta
Já, það er ég! Líkt og Sultuhundur hef ég einbeitt mér að dýrasultun því þá er útkoman einfaldlega best. Ég er alls ekki að monta mig en ég er formaður Sultufélagsins ;) Fékk það hlutverk eftir frábærlega vel skipulagða utanlandsferð til Memphis á tónleika með hljómsveitinni The Jam. Þetta var draumur allra meðlima og er það auðvitað mér að þakka að hann rættist. Takk fyrir, takk.

Space Jam
Ekkert jafnast á við Sultuteitin okkar frægu. Þá er Space Jam stungið í tækið og snakk borðað, að sjálgsögðu með sultuídýfu. Partý partý!! Micheal Jordan var auðvitað boðið að vera með í félaginu en hann afþakkaði. Ekki veit ég af hverju!?!

Það er greinilegt að sultur eru mikilvægir fyrir samfélagið og hef ég hér með sannað það. Förum vel með sultur og gleðjumst yfir tilveru þeirra!Himnaríki!

Engin ummæli: