sunnudagur, febrúar 22, 2004

Gleðilegan konudag!

Nú er ég opinberlega orðin kona! Ástæðan fyrir því er að ég fékk konudagsgjöf frá pabba í morgun og í hans hug er ég því orðin fullvaxta kona. Haha! En ég fékk allavega geisladiskinn The Essantial Clash með The Clash. Held að hann hafi bara keypt hann af því að hann langaði í hann en auðvitað tók ég við honum með glöðu geði og mun banna honum að hlusta á hann nema með mínu leyfi. Ég skil samt ekki þessa þráhyggju föður míns að kaupa alltaf safndiska því oftast er bara eitthvað prump á þeim en sem betur fer eru öll besta lögin að mínu mati á þessum disk.

Gullkorn gærdagsins

Í eldhúsinu hennar Sóleyjar og frosið læri lá á borðinu:

Ég: Nei, bara læri á morgun!
Kristján: Já sjitt! Ég þarf að læra á morgun!

Engin ummæli: