fimmtudagur, september 23, 2004

Ég nenni ekki

að bíða eftir því að þið takið þátt í vinaleiknum. Þið getið því bara brókað ykkur upp í görn. En hér koma hin réttu svör:

1. Hver er minn helsti veikleiki?

B. Vínarbrauð - Af því bara. Það má líka borða það á meðan að á villta og hömlulausa kynlífinu stendur.

2. Hvað finnst mér fyndið?

D. Brandarar - Og nei, allt sem ég segi er ófyndið.

3. Hvað geri ég aðallega á daginn?

D. Klappa plastgæsum - En það verða að vera heiðagæsir.

4. Á hvað er ég líklegust til að vera að hlusta á núna?

D. I Feel Pretty - Mikið rétt, ég dansa við lagið fyrir framan spegilinn og dilli mér eggjandi.

5. Hver er uppáhaldstölvuleikurinn minn?

A. Barbie's Cool Trends - Fashion Designer - Hver vill ekki fá að hanna föt á Barbie?

6. Hvaða bók er ég að lesa um þessar mundir?

D. Kokkabók Sigga Hall - Kama Sutra og Tantra? Haldið þið að ég sé einhver perri? Siggi kann líka að elda súpur. Hann er reyndar perri.

Og úrslitin komu á óvart en stigin standa svona:

Haukur: Eitt stig
Guðný: Eitt stig
Kristinn: Tvö stig
Oddný: Tvö stig

Kristinn og Oddný fá því titlana besti vinur Særúnar og besta vinkona Særúnar. Þau mega ráða hvoran titilinn þau fá sér. En ég veit alveg hvaða titil Kristinn velur sér... Til hamingju með þetta krakkar. Vonandi nýtið þið ykkur þennan titil en munið að ég lána ekki pening og stunda ekki kynlíf í Hellisgerði fyrir lakkríspoka.

Plata vikunnar er Strange Days með The Doors af því að á þessum degi árið 1967 (svo ég best viti) var lagið People Are Strange gefið út en það lag er einmitt á þessari plötu. Tilviljun! Allir eiga að vera góðir við hurðarnar sínar.

Engin ummæli: