föstudagur, september 10, 2004

Ó og æ

Morguninn var sársaukafullur. Til að byrja með fann ég ekki fyrir hvorugum litlu tánum mínum vegna skóóþæginda og held ég að ein nöglin muni á næstunni segja skilið við hinar neglurnar fjórar á vinstri fæti. Svo er ég komin með stingandi varaþurrk vegna alls brullsins sem átti sér stað á nokkrum busamöllum í gær. Minn úlnliður er líka stokkbólginn eftir járnarmband sem ég var með á ballinu. Ég var greinilega barin til óbóta án minnar vitundar. Hjarta mitt og stolt eru líka í hakki af því að ég sagði mikið á ballinu sem ég hefði ekki átt að segja. En ekki verður aftur snúið ónei. Svo er mér líka illt í hálsinum af því að brjóstin mín stóru voru oft næstum búin að kyrkja mig, þvílíkur máttur sem þessar bombur hafa.
En sársaukinn var þess virði því þetta var bara heví skemmtó ball. Dansaði við Pál Óskar sökum snemmkomu nokkurra hnáta. Ég get því sagt barnabörnunum mínum frá því. Enginn skandall í þetta skiptið, sem er nýtt. Ég ætla líka að halda því þannig.

Engin ummæli: