miðvikudagur, ágúst 15, 2007

Minn tími er kominn

til að blogga smá. Bráðum fer ég svo aftur út, réttara sagt á sunnudaginn og fluffast ég þá til London. Best að passa yfirvigtina. Bæði í töskunum og á mér. Bráðum fara þeir örugglega að rukka fyrir líkamsyfirvigt. Sveimérþá. En fyrir forvitna þá verður þetta heljarinnar ferðalag á okkur sem skipast svo:

London, UK
Nimes, Frans
París, Frans
London, UK
Döööblin, Ærlend
Glesgóv, Skottlend
Toronto, Keneda
Put your hands up for Detroit, US
Téxas, US
Atleeenta, US
Montreal, Keneda
Njú Jork, US

Alveg 6 vikur. Hólímólí. Svo verð ég í rekstrarhagfræði og markaðsfræði á meðan líka. Spennó já. Næ ekki einu sinni fyrsta skóladeginum en hvaða hvaða. Þýðir ekki að kvarta.

En í dag er merkisdagur. Foreldrar mínir eiga hvorki meira né minna en 9 ára brúðkaupsafmæli í dag. Klapp fyrir því. Dagurinn verður haldinn hátíðlegur með londonlambi og gluggakistuísetningu. Ómæld gleði á Hverfisgötunni. En það var einmitt fyrir 9 árum þegar ég steig mín fyrstu skref í hornleiknum og spilaði hið margrómaða lag My Heart Will Go On úr Títanik. Náði ég nú að prumpa mig í gegnum þetta klakklaust og er ég ennþá svo stolt af mér. Í tilefni af því er hérna mjög blörruð mynd af mér að spila. Í bláum kínakjól með glimmermaskara í hárinu.


Þarna var maður nú á við tannstöngul. Mörg vötn hafa runnið til sjávar síðan þá.


Og uppalendurnir fylgjast með og skilja ekkert í því af hverju þau leyfðu mér að gera sér þetta. Og pabbi er ekki með kollu. Hárið hans er bara svona.

Ætla nú ekki að þreyta ykkur lengur með eilífu rausi en ég hef samband í Frans. Ætli það ekki.

Ble.

3 ummæli:

Valdis Thorkelsdottir sagði...

Fukk hvað þú og familían þín eruð fyndin.

Berrgrún sagði...

hey særún líttu á hvernig þú heldur á horninu!! hehhhehee ég gerði þetta alltaf líka

Nafnlaus sagði...

awwwwwwww, þú sæt í bláa kjólnum :D

btw - hahahah ekki von að ég hafi ekki "TEKIÐ EFTIR" í blogginu þínu að allir næstu staðir væru komnir .. VAR EKKI BÚIN AÐ SJÁ ÞAÐ !!!! hafði síðast lesið síðan 9.ágúst .. ohhhh sigrún ljóska ;) heheheh

anywho - misstir af ágætis tónleikum - stuð og læti og fulltaf fólki :D !

og ég er farin knús :*