föstudagur, desember 30, 2005

Jó!

Kjellan búin að vinna og vinna og vinna og er komin með nóg. Hér eftir verður slakað á, það er að segja þegar ég er ekki að æfa mig. Það er búið að bjóða mér í nokkur partí á gamlárs og dem, það er erfitt að velja á milli. Eitt er nú bara í götunni fyrir ofan mig en voðalega fáir sem ég þekki þar. Svona er að missa allt samband við Hafnarfjarðarkrúið. Þetta verður víst bara stelpupartí og svo fara þær allar á Broadway að djamma með Breezer eða Lite bjór. Ekki alveg fyrir mig.

En í gær fór ég á Elliot Smith Tribute-tónleika eftir vinnu. Náði einu lagi. Var á gestalista sko. Ekki oft sem það gerist. Síðan gerðist hið rosalega... ég fór á Hverfizbarinn þar sem Herra Ísland-liðið hristi á sér tönnuðu skankana. Ég flúði, fór heim, horfði á Júragarðinn og borðaði ítalskt gúmmelaði.

Persónulega hornið


Þarna er maður í gúddífíling hjá móðurafa og -ömmu á Skerðingsstöðum II, Reykhólasveit, Króksfjarðarnesi, A-Barðarstrandarsýslu, Vestfjörðum, Íslandi. Amma algjör gella í bláum buxum og rauðum ballerínuskóm á meðan afi geiflar sig í sveitagallanum, brókaður upp að nafla. Þarna er líka Jóney frænka í gulum páskakjól en hún er nú samt úr föðurfjölskyldunni, veit ekki alveg hvað hún var að gera á þessari mynd. Myndin er tekin í garðinum en þar var rosalega gaman á mínum yngri árum. Í garðinum var grenitré þar sem fuglar gerðu sér hreiður og verptu síðan í. Glás af rabbarbara óx í garðinum og þá var húllumhæ í sveitinni.

Engin ummæli: