mánudagur, desember 26, 2005

Síðisti jólasveinninn

kom í gær. Uppstúfur. Hahaha! Í dag kom svo Niðurstúfur með allan niðurganginn sem fylgir öllu þessu reykta kjöti og baununum. Alveg pípandi.

Persónulega hornið

Nú eru jólin og er þá ekki tilvalið að hafa smá jólaþema? Jú!


Jólin 1988. Í pakkanum sem ég við hliðina á var bleikt þríhjól sem var svo sett saman á staðnum. Það er til á spólu og finnst mér tussugaman að horfa á þetta. Ég eitthvað að hjóla á pabba og flækja kjólinn í petölunum.


Jólin 1989. Þarna er ég og Jóney frænka mín heima hjá Munda frænda. Ekkert merkilegt gerðist þessi jól. Jú Hófý, mamma Jóneyjar og systir hans pabba kom með norskan kærastann sinn hann Idar sem hún seinna giftist og skildi svo við og eignaðist með honum bönns af krökkum. Ég hélt alltaf í mörg ár að hann héti Gítar. Það er líka miklu flottara en Idar.


Jólin 1991. Ég hef gleymst 1990 því þá var mamma kasólett og vesen. Þetta ár kom litla sveskjan hún systir mín í heiminn og þá byrjaði mamma að sauma allt samstætt á okkur. Seinna braut systir mín smákökujólasveininn þarna þegar hann var fullur af piparkökum þegar hún ætlaði að sýna pabba en hann var að horfa á sjónvarpið. Í þúsund mola.


Jólin 1992. Fyrstu jólin okkar á Hverfisgötunni og þar erum við enn. Þarna lamdi systir mín mig með pökkunum og tók krullubönd og svona. Væri maður ekki til í að vera með svona spóaleggi núna? Og já, ég er í nærbuxum þarna undir.

Nú er komið nóg af jólamyndum og egóstælum því ég er farin í partí. Jólabless.

Engin ummæli: