föstudagur, janúar 13, 2006

Föstudagurinn þrettándi

Ég bíð ennþá eftir óhöppunum. Hingað til hefur ekkert skeð sem skýrist af þessum degi en ég mun hafa augun hjá mér. Í tilefni dagsins ætla ég að forðast þjónastarfið eins og ég get og halda mér heima við. Maður býður ekki hættunni í vinnuna, heldur heim til sín. Ég heyrði einu sinni söguna á bak við þessa hjátrú og viti menn, ég er búin að gleyma henni.

Herbergjaframkvæmdir ganga vel en ég held að ég þurfi að bíða í 1-1 1/2 mánuð í viðbót. En ég mun leyfa ykkur að fylgjast með enda veit ég að allir eru að pissa í sig af spenningi (NOT) og hér kemur myndasyrpa svo þið tappið ekki af alveg strax.


Þetta er veggurinn sem pabbi er að setja upp. Hann er úr gifsi. Einu sinni keyrði ég á gifsvegg og hann eiginlega bara brotnaði. Ég vona bara að enginn keyri á þennan vegg. Hurðin mín verður við þennan vegg og henni verður oft skellt í reiðisköstum. Við vegginn má sjá forláta hallamál.


Þetta er innvolsið. Búkkaborð og gifsplata. Nei djók. Rauði veggurinn þarna verður annaðhvort ólífugrænn eða gulllitaður. Hið seinna kitlar meira.


Án efa minnsta klósett á landinu. Minnsti vaskur á Norðurlöndum er einnig staðsettur þarna. Persónulega vil ég mála allt eldrautt svona eins og að þarna inni hafi fallið túrsprengja. Segi svona. Þetta mun sem sagt vera mitt klósett og má enginn pissa í það nema ég.


Nágranni minn mun verða þetta tryllitæki. Gym-master 2000. Ég vona að í framtíðinni eigum við eftir að verða góðir vinir og hittast kannski svona annan hvern dag eða bara þegar ég nenni.

Að viku liðinni mun ég svo eflaust öppdeita og þá verður þetta sko spennandi. Allir að halda í sér þangað til!

Engin ummæli: