miðvikudagur, janúar 18, 2006

Janúar

Mánuðurinn sem ég get ekki beðið eftir að klárist. Svo er hann 31 dagur. Ekki 30. Febrúar verður æði. Einvörðungu 28 dagar. Minnir mig á myndina 28 Days Later. Það var nú ljóta myndin. O það er svo mikið að gera. Ætla ekki einu sinni að telja upp það sem ég þarf að gera á næstu dögum og um helgina. Kúkur. Og nú er komið að persónulega horninu.


Ég var fótboltaséní á mínum yngri árum. Tuddinn í liðinu og blótaði þeim sem komu nálægt boltanum. Síðan þroskaðist maður og...


... fór að skíða í staðinn. Þarna er maður í öllum græjum og mín bara tilbúin í brekkuna, búin að æfa plóginn í marga mánuði og komin í gellugallann. Já einu sinni var maður íþróttalega þenkjandi.

Engin ummæli: