sunnudagur, janúar 08, 2006

Aldrei kaupa neitt í flýti

Keypti mér þessa fínu peysu áðan í flýti, kom heim og fattaði að þetta var kallapeysa. Henni verður skilað, nema að einn af mínum mörgu bólfélögum vilji fá hana í staðinn fyrir vinarhót. Best að hringja nokkur símtöl.

Persónulega horniðÞarna er ég í sveitinni hjá ömmu og afa að bora í nefið í drullupolli. En það er meira... ég var veik með alveg 40 stiga hita og mamma var að bíða eftir lækni frá Búðardal. Ég nennti ekki að hanga inni þannig að ég skellti mér bara í pollagallann og fór að drullumalla. Pabbi kom að mér, fannst þetta bara fyndið og tók mynd af mér. Móðir mín var samt ekki eins kát og skellti mér aftur í rúmið. Já ég var einu sinni prakkari.

Engin ummæli: