föstudagur, janúar 06, 2006

15 mínútur af frægð

DV er nú meiri sorapésinn. "Klámkynslóðin komin í MR - bekkur nakinn á bekkjarmynd." Einhver óprúttin náungi gerðist svo djarfur að fara með bekkjarmyndina okkar á DV sem ég asnaðist til að setja á netið. Sé eftir því. Sorrí krakkar mínir. En hér með ætti ekki að vera tangur né tetur af þessari mynd á veraldarvefnum (búin að eyða henni) og því miður gat ég ekki keypt öll DV-eintök á landinu. Á morgun hlæ ég af þessu eins og ég geri í dag. Það er nákvæmlega ekkert klámfengið við þessa mynd. Hún er bara sæt og á henni er afar sætt fólk. DV er allt annað en sætt og má bara skeina sig með honum. Aftur á móti ætla ég ef til vill að ramma inn greinina bara svona upp á djókið. Get svo hlegið af þessu með barnabörnunum, "Sjáiði krakkar, amma bara hálfnakin í skólanum!" En þetta var mitt fyrsta og síðasta skipti sem ég festi kaup á DV. Maður lærir af reynslunni.

Engin ummæli: