mánudagur, október 15, 2007

Ókei ókei

Smá öppdeit á túrnum fyrir forvitna. Fljúgum Ísland-London-Rio á þriðjudaginn sem verða örugglega helluðustu flug í heimi. Muna flugsokkana og eróbikkið stelpur! Í Brasilíu verður þetta svakalega festival á þremur stöðum þannig að í millitíðinni verður það bara sandur í einni og mojito í hinni. Ah. Buenos Aires kemur í kjölfarið og verður örugglega hægt að gera ýmislegt þar. Kannski er hægt að fara í Evitu-túr? Santiago, Chile er það svo og svo er bara ekki búið að staðfesta hitt sem kemur í kjölfarið þannig að mínar varir eru innsiglaðar. Nananananaaaa. Mín getur ekki beðið.

Í byrjun desember er svo aðalstuðið. Guadalajara í Mexíkó, LA og Las Vegas! Örugglega klikkað að vera þar í kringum jólin. Allir fá jólagjafir frá Vegas, engin spurning. Svo tekur við smá jólafrí en í janúar...

Ástralía og Nýja-Sjáland! Til að byrja með spilum við á einu stærsta festivali Ástralíu sem kallast Big Day Out Festival og mun það ferðast um helstu borgir eyjanna. Með í för verða engir aðrir en Rage Against The Machine, Arcade Fire, LCD Soundsystem og fullt af öðrum sveitum sem ég kannast ekkert við. Þetta verður því svakalegt dæmi og lítill fugl hvíslaði að mér að við munum spila fyrir framan óperuhúsið í Sydney. Það er ekkert slor. Hásumar verður þá og mikið verður heitt. En þá held ég að málið sé bara að liggja á ströndinni, læra að sörfa og klappa kengúrum.

En meira veit ég ekki þannig að þið verðið bara að bíða eins og ég.

Tvær góðar af djamminu til að ylja ykkur um hjartarætur í skammdeginu:


Skonsur


Sigurhæðarskvísur á Oktoberfest. Bitte ja.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú bara lætur mig vita hvenær ég á að panta farið mitt til ástralíu og hvert nákvæmlega ;) .. sjitt væri sko mest til í að koma með hehehe :D .. peningar smeningar ... það reddast hehehe :D

btw - mikið ógeðslega þekkir þú sætar stelpur :D hehehe

luuuuv

Nafnlaus sagði...

OH ég þarf svooooooo að tala við þig !!!! getum kallað það ... slúður ;)