mánudagur, október 22, 2007

Ókei ókei - 2. hluti

Ókei. Fjórði túrinn okkar byrjar sem sagt á morgun og mikið verður húllumhæið. Flugplanið er nú eitthvað búið að breytast en það hljómar svo: Kebblavík - London (bíða) London - Sao Paulo (12 og hálfur tími) Sau Paulo - Rio de Janeiro (klukkutími). Já þetta er yndislegt líf sem ég lifi. Ekki allir sem fá að fljúga svona mikið eins og við. Haha ónei. Svo er lítill hluti af mér - litla táin - sem er bara ekki að nenna þessu. Játning dagsins.
En fyrst ég hef svona mikinn lausan tíma þá held ég að málið sé bara að vippa inn einni Airwaves-gagnrýni í vélinni og vona að það sé nú til eitthvað sem heitir internet í Brasilíu svo ég geti deilt því með ykkur og öðrum fréttum.


Þeir sem geta giskað á hvaða tónleikum þessi ógeðismynd var tekin fá eitthvað djúsí frá Chile.

Adios mis amigos. Estoy en la playa.

2 ummæli:

Erla sagði...

DR Spock eða eitthvað eru þeir ekki alltaf með gúmmíhanska???

Nafnlaus sagði...

I'm from México... i can teach you spanish and you can teach me icelandic :)