þriðjudagur, nóvember 11, 2008

Vondur draumur marr!

Ég veit að þessi fræga auglýsing segir allt annað en mínir draumar síðastliðnu nætur hafa bara verið vondir.

Þarsíðasta nótt

Þá var ég komin til heimilislæknisins míns og kippti mér ekkert upp við það enda hef ég verið tíður gestur þar á bæ síðastliðnar vikur. Nú þetta byrjaði bara með venjulegri skoðun en allt í einu erum við komin í hörkusudda sleik og sem betur fer vaknaði ég með andfælum því ekki vildi ég sjá meira af þessari martröð. Vonandi þarf ég ekki að fara til doksa í bráð því ekki vil ég nú sjá þessa sjón fyrir mér aftur. Eða bara skipta um lækni...

Síðasta nótt


Þá var öldin önnur en þá var ég mætt í lesstofuna hérna í Morgunblaðshúsinu og engar læknar né sleikar í augnsýn. Bara sama gamla. Mig dreymdi meira að segja að ég væri að gera stærðfræðidæmið sem ég riðlaðist við kvöldið áður en því miður birtist svarið mér ekki. Deeeem. En allt í einu er hurðunum rykkt upp og svartklæddir karatekappar með vélbyssur hrúgast inn og segja öllum að leggjast í jörðina. Ég geri það auðvitað en svo bara búmm, Særún skotin í magann. Ég vakna við það að ég er að drepast í maganum en sem betur fer er hann ennþá áfastur. Þá veit ég hvernig er að láta skjóta sig í magann.

Já krakkar, draumar eru merkilegt fyrirbæri. Segi ekki annað.


Ég og nýi besti vinur minn. Dýrka þennan strák!
Nei ókei, ég þekki hann eiginlega ekki neitt, var bara með honum á mynd sko.

2 ummæli:

Vala sagði...

fokk, ég er líka alltaf að dreyma eitthvað svona rugl. En karatekappar með skotbyssur...það er eitthvað!

Nafnlaus sagði...

hummmm, þið eruð soldið sæt saman bara ;)

og þvílíkir draumar .. GOSH - sleikur og magaskot .. jááááá .. skot í magann gæti tengst hrifningu og sleikurinn líka þannig að ég segi: þú ert í alvöru hrifin af lækninum ... GOSH SÆRÚN! ;) nei annars er ég bara að bulla sko .. ég er ekki draumaráðningamaður fyrir fimmaur heheh !

:)

kv. Sigrún aka. Tryggur ;)