fimmtudagur, febrúar 02, 2006

Úff!

Ég var beðin um að vinna í kvöld. Jújú, allt í góðu með það. Veitir ekki af peningum á þessum dýru tímum. Svo fattaði ég eitt í gær. Í kvöld er NEMÓ!!! Ég þarf að þjóna vesslingum! En ég lít bara á björtu hliðarnar. "Mmm, hvítur kjóll. Skvetti smá kóki á þetta til að gefa þessu smá lit." Illgirnin er farin að hrisslast um líkama minn. Góð tilfinning.

Ef ég kemst lífs af í kvöld mun ég taka þátt í ræðukeppni á morgun. Umræðuefnið er "Stöðvum Þjóðverjana áður en það verður um seinan." Mín verður frummælandi og er þetta í fyrsta skipti í 2 ár sem ég stíg upp í pontu sem ræðukona. Hef nú stigið upp í margar ponturnar skal ég segja ykkur. En ég er til í tuskið. Komið bara með þýska klámið, ég er til!


Spurning um að taka bara þýska lúkkið á þetta á morgun

Engin ummæli: