fimmtudagur, febrúar 23, 2006

Pælingar

Ég og Guðrún áttum stuttar en laggóðar pælingar í íslenskutíma í dag. Það hefur lengi verið minn draumur að skíra son minn tilvonandi Sólon. (Ath. ég er ekki ólétt) Þá kom upp sú pæling að hann ætti líka að vera getinn á skemmtistaðnum Sólon, sbr. sonur Búkkham-hjónanna, Brooklyn sem var einmitt sáðfrumaður í Brooklyn. Svo er hægt að fara lengra með þessa pælingu því möguleikarnir fyrir eðlunarstaða-nafngiftum eru óteljandi. Dæmi:

Pravda Thorvaldsen
Óliver Gaukur
Hressó Hverfiz
Sólon Rex
Prikið (ef verslings barnið er ef til vill tvítóla)
Nelly Sirkus

Og svona mætti endalaust telja. Þá er bara að velja skemmtistaðinn, eðla sig og búa til börn!

Engin ummæli: