þriðjudagur, febrúar 28, 2006

Aldrei drekka á mánudögum

Konan lærði þá lexíu í gær. Staffadjamm með vinnunni enda náttúrulega bara alltaf illa. Liðið fór á Stokkseyri í rútu um klukkan 5 og svo á Draugasetrið. Þar voru hræddar úr konunni líftórurnar en það lagaðist eftir smá Móramjólk. Síðan var borðuð humarsúpa í rauðu húsi í fyrrnefndum kaupstað og hvítvín með. Fékk konan sér aðeins of mikið í tána og lenti í blakkáti. Man hún ekkert sem gerðist eftir klukkan 10. Hún fór víst í rútu heim, á Dillon og vaknaði svo í ókunnugu rúmi sem hún hafði ekki sofið í til að byrja með. Datt hún oft og var rúllandi hress þrátt fyrir marbletti á marbletti ofan. Aldrei hefur hún fengið marblett á höku fyrr en nú. Hnén eru alvarlega sködduð og höfuðið vankað. Situr hún nú í skólanum en þangað fór hún til að heilsa bekkjarsystkinum í morgunsárið, enn með áfengi í æðum. Fór hún heim, í sturtu og aftur í skólann til að gera latínustíl og íslenskuverkefni. Rauðeygð er hún og tuskuð en hausverkur er að gera útaf við hana. Myndir frá umræddu kvöldi koma síðar ef þær eru birtingarhæfar. Man samt ekkert hvenær myndir voru teknir og við hvaða tækifæri. Þunna konan kveður með þynnku í hjarta.

Öppdeit

Myndir af herlegheitunum eru hér

Engin ummæli: