þriðjudagur, febrúar 07, 2006

Obbobobb!

Ég hef verið að pæla alveg rosalega mikið upp á síðkastið og þá í fáránlegum hlutum en það meikar samt alveg smá sens. Til dæmis:
-Hvernig komst bananinn inn í hýðið?
-Úr hverju er appelsínubörkur og af hverju eru bara steinar í sumum appelsínum og af hverju skiptist appelsína niður í báta?
-Af hverju er kíví loðið?
Ávaxtapælingar eru góðar pælingar en geta stundum gengið fram af manni því ef ég fæ ekki svör við þessu á næstunni geri ég eitthvað róttækt. Kaupi mér snúð með glassúri eða eitthvað.
Svo hef ég líka verið að pæla í rosalega djúpum pælingum sem kannski aðrir hafa ekkert mikið verið að pæla í: hvað er eiginlega "re-bound"? Ég hef alltaf þóst vita það en svo bara geri ég það ekkert. Ég þóttist líka vita allt um Karl Marx en gerði það svo ekki þegar ég kom í söguprófið mitt í morgun! Alveg merkilegt hvað heilinn getur verið skrýtinn stundum.

Engin ummæli: