laugardagur, febrúar 11, 2006

Ógeðslega fyndið!

Var að horfa á fréttir á RÚV um daginn. Fréttamaður með míkrófón. Á honum stóð: Jónvarpið. Þessi kjánaprik.

Ætlaði sko að hafa svona "Það sem fyndið er að segja" færslu en man ekkert af því sem ég ætlaði að segja. Jú! Brandari:

Tvær vampírur að tala saman:
V1: Ég var að frétta að þú værir orðin grænmetisæta. Á hverju lifirðu?
V2: Nú, blóðappelsínum!

Hahaha! Þennan las ég í Séð og Heyrt um leið og ég las svona 20 blöð þegar ég var í klippingu um daginn. Samt ekki öll í einu. Hoho!

Ok það komst upp um mig. Búin að drekka nokkra bjóra.

Engin ummæli: