laugardagur, maí 01, 2004

Ó mig auma!

Þetta árið get ég ekki gefið af mér til almúgans. Ég er veik og get því ekki spilað í 1.maí skrúðgöngunni í fjólubláa og gula búningnum mínum með stöðumælaverðahatt. Þó verð ég að hugsa jákvætt því það er alltaf annað ár eftir þetta. Ónei, nú ganga þau framhjá húsinu mínu spilandi Njallann! Ég get þó huggað mig við það að afi gaf mér einu sinni plötu með Njallanum á þýsku sem ég ætla að hlusta á á eftir á meðan ég les Babettes Gæstebud. Góð samsetning sú arna.
Gangan fer alltaf framhjá húsinu mínu og þá verður hundurinn minn þunglyndur og lemur hausnum utan í vegg. Þetta verður þá í fyrsta skipti sem ég get séð það.

Ég ætla að fara að vinka þeim.

Nújæja, þau voru ekki að spila Njallann heldur Washington Post eða eitthvað. Þau virtust vera reið og hneyksluð þegar þau sáu mig. Heil lúðrasveit hatar mig!

Ég óska eftir gestabloggara! Hver og hver vill?

Engin ummæli: