sunnudagur, maí 02, 2004

Gestabloggari nr. 1

Fyrst enginn bauð sig fram sem gestabloggari, vil ég útnefna Hörpu Rán, mína yndislegu systur sem gestabloggara. Hún er einn öflugast bloggari 12 ára kynslóðarinnar hér á landi og ég ætla bara að gefa henni orðið:

Halló ég heiti Harpa Rán Pálmadóttir og ég er litla systir Særúnar. Ég er í 7. bekki Lækjarskóla í Hafnarfirði. Hún Særún er yndisleg, glæsileg, falleg, gáfuð og besta systir í heiminum (ég hef bara átt eins systur svo ég veit ekki hvernig er að eiga aðra). Nú ætla ég að segja eithvað sem gerðist þegar ég og Særún vorum litlar. Einu sinni fyrir langa laungu, var ég ný fædd og Særún 5 ára. Þá lá ég á gólfinu að hugsa um lífið og tilveruna, svo allt í einu kom stórt skrímsli og byrjaði allt í einu að hoppa yfir mig (þetta var nátturlega Særún) ég reyndi að hlaupa í burtu en ég gat það ekki því að ég kunni ekki að labba. Svo greip ég í pelan minn og sprautaði mjólk í augun á því þannig að skrímslið sá ekki neitt. Svo reindi ég að kalla á hjálp en eg gat það ekki því að ég gat ekki talað. Ég hugsaði mig betur um og fattaði svo að ég gæti grenjað. Ég grenjað og grenjaði þangað til mamma kom. Þegar mamma sá þetta greip hún í eyrað á skrímslinu og hennti því í skammakrókin. ~* The end *~

Nú ætla ég að segja brandara:
Einu sinni fór maður á bar og sá fulla skál af peningum, hann spurði barþjónin afhverju það væru svona margir peningar í skálinni. Hann svaraði: Þú verðir að leysa 3 þrautir til að fá peninginn. Fyrsta þrautin er að þú þarft að drekka viskí án þess að blikka augunum. Númer 2 er að þú þarf að fara í garðinn minn og taka skemmdu tönnina úr klikkaða hundinum mínum. Síðasta er að amma mín er að fara að deyja bráðlega og hefur ekki fengið drátt langalengi. Þú átt að gefa henni hann.
Maðurinn drakk viskíð án þess að blikka augunum og fór svo í garðinn. svo kom maðurinn aftur til bara og spurði: Hvar er þessi gamla amma þín sem þurfti að láta taka tönnina úr sér??

HAHAHAHAHAHA!
---------

Ég þakka örverpinu kærlega fyrir þetta skemmtilega innlegg og bendi á það þið getið fengið meira af þessu hérna. Það er greinilegt að blogggenið erfist.

Engin ummæli: