miðvikudagur, ágúst 24, 2005

Rollin' down the street

á nýrri Mözdu Tribute. Ég var að kaupa mér bíl. Alveg ein. Það borgar sig að vera í bæjarvinnunni, peningalega séð. Ég er eiginlega bara hrædd að keyra hann, krafturinn er svo mikill og bassaboxið blastar í mínum eyrum. Túrbóið er svo megagígamikið að ég pissa í mig í hvert skipti sem ég sest í hann. Enda fylgdi pissudúkur með. Hér fyrir neðan er hægt að sjá gripinn en varúð: ekki horfa of lengi. Þið gætuð dáleiðst af fagurbláa litnum og föngulegri lögun. Væri maður ekki til í að taka þennan og flengríða?!Missti mig aðeins hérna fyrir ofan. En þá er Loki Laufeyjar kominn á fullt skrið. Skrifa skrifa og aftur skrifa, fá lélega hugmynd og aftur skrifa. Svo gerðist ég bekkjarráðsmaður í dag ásamt Þuru. Úff ég höndla þetta ekki krakkar! Minn fyrsti tími í kvikmyndagerð í morgun. Líst vel á pakkann. Fyrsta skipti sem ég hef 2 kennara í sama faginu. Fáar stelpur en góðar stelpur. Hef alltaf verið með mörgum stelpum í tíma. Ekki núna.

Engin ummæli: