föstudagur, ágúst 26, 2005

Hið ljúfa líf

Mamma í Köben að skoða leikskóla og flengríða H&M. Fyrir þá sem ekki vita, þá er flengríða nýja uppáhaldsorðið mitt. Hún hringdi í mig áðan. Sagðist vera á happy hour. Ég hló bara. Skóladagurinn var ágætur. Ég kom bekkjarfélögunum til að hlæja með lýtaaðgerðarsögunni minni. Gaman að aðrir gleðjist yfir sársauka mínum. Neinei, ég hló líka þegar að ég hugsaði til baka. Fyndið að vera með túrban með lítið tígó að horfa á Legally Blonde og geta ekki hlegið nema að þurfa að halda munninum saman því maður er svo hræddur um að saumarnir rifni. Sem þeir gerðu svo.

Busakynningin var í gær. Skemmti mér konunglega. Okkar kynning var góð. Alltaf gaman að kasta sleikjóum í fólk og koma fram við busa eins og lítil börn. Haha.

Ég er farin á vit heimilisstarfanna. Heimilið er í lamasessi í fjarveru móður.

Engin ummæli: