Þá er komið að því
Særún er orðin kona. Eða svona... Allavega orðin tvítug. Dagurinn byrjaði bara helvíti vel. Var vakin með misfallegum afmælissöng í morgunsárið. Pabbi á nærbuxunum eins og vanalega. Fékk þetta dýrindis hálsmen og hring frá uppalendunum og þetta svaðalega gelluveski frá örverpi og gæludýri. Hélt svo bara áfram að sofa og var að vakna núna. Var þó alltaf að vakna við sms-bíb en það var allt í lagi. Góð ástæða fyrir þeim. Dagurinn fer svo bara í það að taka til, baka smá, í tónó og svo er kökuboð hérna fyrir nánustu ættingja í kvöld. Ég vil hafa barbídiska og hatta og svona plastlúðra en mamma leyfir mér það ekki. O. En svo eru það leiðindin. Næturvaktin ógurlega! Gubbigubb! En svona er það víst. Og já, blóm og kransar eru afþakkaðir en ekki hitt. Takk.
Farin í ríkið... bara svona upp á prinsippið.
mánudagur, nóvember 27, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli