miðvikudagur, desember 20, 2006

Það er draumur að vera dáti

Nei kannski ekki. En mig dreymdi afar skondinn draum um daginn. Það gerist nú ekki oft þessa dagana að ég man eftir mínum sveittu blautu draumum en þessum get ég aldrei og mun aldrei gleyma. En ég ætla nú samt að skrifa hann hérna svona just in case.

Hann byrjaði á því að ég átti heima á Ægissíðunni en Ægissíðan var orðin að hitabeltisströnd. Það var prófatími og allir sátu sveittir inni við að læra nema ég af því að ég var ekki í skóla. Þess vegna svaf ég úti í árabát sem var upp á pallbíl og þess vegna sá ég alltaf alla sitja yfir bókunum heima hjá sér og megnið af þessum krökkum eru krakkar sem voru með mér í MR. Svo allt í einu á meðan ég er sofandi í árabátnum koma tveir krakkar og bara: "Hey Særún! Prófin eru búin. Höldum strandpartí!" Svo kemur einn gaur og hendir árabátnum út á strönd (með svona útlanda sandi) og ofan í sjó. Það vill svo skemmtilega til að bátnum hvolfir með sænginni og öllu en það var allt í lagi því ég var í bikiníinu innan undir náttfötunum. Svo tek ég upp á því að hoppa á gaurinn sem ýtti bátnum, tek hann úr takkaskó sem hann var í og fer að lemja hann í andlitið með sólanum. Öllum fannst þetta bara rosalega fyndið og svona: "Hún Særún er svo fyndin!" Strákurinn fær svo svona takkaför á andlitið og allir skellihlæja. Síðan vaknaði ég af ljúfum draumi við leikskólakrakka sem organdi byrjuðu að lemja á rúðuna mína. Daglegt brauð.

Ég fékk alveg yndislega og dýra hugmynd í gær. Ég var að fara í strætó í þessu fokkíng veðri og hugsaði með mér: "Ég ætla að kaupa mér bíl." Gat ekki losnað við þessa hugmynd og spurði mömmu þegar ég kom heim hvað henni fyndist nú um þetta. Hún var nú ekki sátt og byrjaði að telja upp alla þá ókosti sem fylgja því að eiga bíl... peningar. Ég sagðist því bara ætla að tala við pabba og hann tók heldur betur vel í þetta og við fórum strax að skoða. Komumst að því að það er best að splæsa á Yaris enda rosalega sætur bíll. Jáh bara eins og ég! En ég er ekkert að flýta mér enda ætti ég að lifa af nokkrar strætóferðir í viku þar sem ég lifði af að fara í skólann á hverjum degi með þessu apparati í 4 ár. Sjáum til þegar ég vil og skil.

Set svo inn partímyndir á myndasíðuna þegar ég nenni.

Engin ummæli: