mánudagur, desember 25, 2006

Jólabloggið mikla

Ógeðslega mikið gleið jól krakkar mínir. Ekki fullorðna fólkið. Hérna kemur jólasagan mín fín.

Á Þoddlák var nú mikið húllumhæ. Ég vann til kl. 8 og skaust svo beint til ömmu og afa til að fara með familíunni á Laugarveginn. Einnig var þar litla systir pabba sem kom alla leið frá Norge með 4 börn sín. Alltaf gaman að hitta Hófý frænku. Við vorum þarna 10 saman að labba í þessari þvögu þannig að maður var alltaf að týna öllum. Það endaði svo á því að ég og Jóney frænka sem er að læra lækninn í Ungverjalandi, hoppuðum inn á Dillon á Brain Police og Dr. Spock tónleika. Vitaskuld fengum við okkur nokkra öllara. Ekki annað hægt þegar Óttar Proppé kemur við sögu með bleikan pimphatt á kolli. Þar hitti ég líka yndið hana Þuru sem var bara megahress, nýkomin frá Barcelona. Síðan kom Oddný elskan mín í djammgammósíunum og við fengum okkur skot í boði ógeðslegs sjómanns sem ég man ekki hvað heitir. En hann átti nóg af peningum sem hann vissi ekkert hvað hann átti að gera við þannig að auðvitað hjálpuðum við honum að eyða smá. Það eru nú jólin. Svo kom Helga og meira var drukkið. Skelltum okkur á Hverfizzzz (mitt annað heimili) með sjóaranum og vinum hans en þar flúðum við mennina enda ekkert annað hægt í stöðu sem þessarri. Stelpurnar héldu áfram að djamma en ég kíkti í heimsókn og var þar laaaangt fram á nótt.

Upp rann aðfangadagur, grár en fagur. Hinn árlegi jólagjafarúntur fjölskyldunnar var í aðsigi og auðvitað varð maður að fara í sparifötin fyrir það. Pabbi fékk svo kaffi og koníak á öllum vígstöðvum enda er það orðið að jólahefð. Krúsi páfagaukur fékk sér svo smá sundsprett í glasinu hans pabba heima hjá Lottu frænku og sagði okkur frá partíi í 30 vindstigum (hann talar/bullar). Ég heyrði líka mjög skemmtilega sögu en Guðný frænka mín fór í lúgusjoppu um daginn og bað um kakó en það var ekki til. Þá bað hún um swiss mocca en fékk í staðinn sex smokka. Hahaha. Týpískt eitthvað sem ég myndi gera ef ég væri að vinna í lúgusjoppu... Síðan var haldið heim á leið eftir rífandi brandara Geira frænda (sem ég kalla núna Hvítlauks-Geira) og haldið þið að ég hafi ekki þurft að keyra heim. Mamma fékk sér Baily's og pabbi enn meira koníak. Iss. Ég fór í sparifötin en ekki í fína jólakjólinn sem ég keypti mér um daginn. Hann var eyðilagður á Broadway eftir mikið traðk á baki Særúnar. Tölum ekki meira um það. Allt liðið kom og höfum við aldrei verið svona mörg heima á aðfangadag. 12 manns þakka þér. Humarsúpan var bara snilld og hambóinn ekki síðri. Við vorum svo mörg að við þurftum að opna pakkana í kjallaranum og vera með 2 jólatré. Lúxus. Ég held að ég kunni bara ágætlega mikið í norsku eftir þetta kvöld. Setningar eins og: "Nu slutter du!" og "Du er en torsk!" óma í höfðinu á mér og eiga eftir að gera það lengi. Jæja, pakkarnir voru uppurnir um ellefu leytið og þá var það ísinn. Það voru tveir ísar og í sitthvorum ísnum var ein mandla. Ég fékk ekki neina möndlu. O. Þetta kemur næstu jól. En ég fékk bara snilldar gjafir þessi jól eins og bara öll jól. Náttföt sem ekki slæmt og svo fullt af fötum, húfu og vettlinga, skartgripi, veski (enda er Hello Kitty veskið mitt ekki lengur hvítt heldur brúnt...) og bara föllt af dóti. Og já, fullt af ástardóti. Upplásinn I love you - púði, 200 hjartalímmiðar og blikkandi ástarteningur. Er einhver að reyna að segja mér eitthvað? Haaa...
Takk fyrir mig ef einhver sem gaf mér eitthvað er að lesa. Je.

Og núna er jóladagur og ég mætti í vinnuna kl. 9 að morgni til sem ætti að vera bannað samkvæmt lögum. Ég mætti einum bíl á leiðinni í Garðabæ skiluru. Allir sofandi nema ég. En ég er búin kl. 6 þannig að ég hoppa bara beint í hangiketið hjá ömmu. Svo er pælingin að djamma eitthvað á morgun. Er einhver geim?

Ég kveð á þessum jóladegi og vona að þið hafið það tússugott yfir jólin og bólin.

Kossar og knús frá Særúnu jólamús.

Engin ummæli: