þriðjudagur, október 17, 2006

Er miðvikudagskvöld og þú hefur ekkert að gera og átt armband á Airwaves og þér þykir ofboðslega vænt um mig?

Þá er tilvalið að skella sér á Grand Rokk svona um miðnætti og sjá stóran draum minn rætast. Hann er að spila með rokkhljómsveit á minn klassíska lúður. Já ég og Björk og Sigrún munum vera kvenhandleggur Lödu Sport-manna og sýna þessum köllum hvernig á að rokka feitast og gera þetta almennilega og EKKI MEÐ SKÍTINN LAFANDI NIÐUR BUXNASKÁLMINA! Jö!

Svo hef ég átt ágætis spjöll við sæta gaurinn sem keyrir mig alltaf þegar ég þarf að fara með einn vistmann á sambýlinu í sund. Hann sofnaði í gær yfir tölvuleik, eyddi 75 þúsund kalli í djamm um helgina, á einkaleyfi á einhverju fiskveiðidóti sem hann fékk frá róna á Kaffi Austurstræti á sínum tíma og hefur oft sofnað undir stýri en aldrei lent í alvarlegu umferðarslysi. Ég lofaði honum að ég myndi vekja hann ef það kæmi nú fyrir á meðan ég er í bílnum. Gott að hafa trausta jafnt sem myndarlega aðstoðarmenn í farþegasætinu. Jájá. Svo labbaði hann einu sinni inn á mig þegar ég var að pissa í vinnunni. Óð bara inn á skítugum skónum. En sem betur fer sá hann ekki vagínuna. Það hefði verið ljóta vesenið.

Á föstudaginn flýg ég á vit ævintýranna og fer í fyrsta skipti ein í flugvél. Ég vil fá svona flugfreyju sem passar upp á mig takk og leiðir mig inn og út úr vélinni. Takk. Svo kann ég ekkert á flugvelli en Kastrup á víst að vera idiotproof þannig að það ætti alveg að reddast. Og vonandi að ég týnist ekki á Strikinu sem ætti að vera erfitt þar sem þetta er bara eitt langt strik. Svo verður bara vonandi öl og vínarbrauð hægri vinstri í Köben á meðan hinn lýðurinn skemmtir sér ekkert án mín heima. Þarf samt að endurskoða skóladönskuna því ég er búin að gleyma öllu. Blanda bara þýsku, dönsku og spænsku saman. Það var svona að hlusta ekki á Ebbu og læra aldrei heima í Top 10 og Panorama og Vi ses! og Skal vi snakke sammen. Kem svo heim á mánudaginn og bara eins gott að velkomunefndin láti sjá sig og spili fyrir mig danska þjóðsönginn við hliðið. Nema auðvitað að ég týnist á Kastrup og dey. Sjáum til. Þangað til næst: Hej!

Engin ummæli: