þriðjudagur, október 24, 2006

Finito

Komin heim og til í næstum hvað sem er. Úti var gaman og kemur ferðasagan seinna því súrar ferðamyndir segja meira en 10.745,6 orð. Einnig var ég að dútla mér við að búa til ævialbúm sem er þarna á linkalistanum líka.

Á meðan þið bíðið eflaust spennt eftir ferðasögunni er tilvalið að hlusta á þessa útgáfu af Hoppípolla sem We Are Scientists taka svo skemmtilega. Alltaf fyndið að heyra Kana syngja á íslensku. Hefði svo verið til í að sjá þá á miðvikudaginn en var soldið pínku smá upptekin þá. En ég ætla núna að pakka uppúr töskunum og máta kannski fötin sem ég keypti mér og hafði ekki tíma til að máta en keypti samt. Stundum lúkka þau bara svo vel á rekkanum. Já ég er stelpa.

Engin ummæli: