Lon og don
Kom heim frá London í gær ásamt fríðum förunautum. Förubeljum ætti það kannski frekar að vera. Gerðum margt skemmtilegt en ég nenni ekki alveg að koma með ítarlega ferðasögu þannig að ég ætla bara að stikla á stóru.
- Fórum á Spamalot, leikrit Monty Python manna og það var bara geðveik snilld. Vorum reyndar í lélegustu sætunum en þá var gott að geta leigt leikhúskíki. Ég bara hló og hló og hló eins og mér einni er lagið. Fórum svo á kokteilbar og ég fékk geðveikt vondan mojito. Oj.
- Verslaði kúkamikið en sé svo ekki eftir kaupunum. Keypti úlpu, stígvél, Mary Poppins tösku (taska sem allt kemst í) sem var búin til úr gömlum leðurjakka, hornnótur og fullt af nærfötum. Já og nýtt listaverk á listaverkavegginn minn. Svo þurfti ég að kaupa einhverja kápu handa mömmu sem var heví þung. En fyrst þetta var fyrir mömmu gömlu þá lét maður sig hafa það.
- Svo saurgaði ég margar styttur á götum London. Lét risahest kúka á mig, riðlaðist á hundastyttu og kíkti undir frakka Sherlock Holmes. Særún dónastelpa.
- Ég og Erla trítluðum í Tate Modern og ætluðum að fara í risarennibrautirnar en þá var bara svo mikil röð og við fengum ekki miða í efstu rennibrautina. Fúlt.
- Fórum í London Eye (risastórt parísarhjól) að kvöldi til og það var massakúl.
- Fórum í Camden Town sem er svona pönkarahverfi og þar missti maður sig í mörkuðunum. Þar fékk ég líka afar ánægjulegt símtal.
- Síðasta kvöldið var stefnan tekin á Soho hverfið til að djamma almennilega. En það sem við vissum ekki var að það kostar inn á alla staðina um helgar og ég var ekki með mikinn pening á mér. Létum þó einhverja gríska stelpu lokka okkur inn á Hverfisbarinn 2 og þurftum að borga 8 pund inn en stelpan sagði að við myndum fá frían drykk á barnum þannig að við slógum til. Komum inn og þá þurfti maður að borga meira til að geyma yfirhafnir og það var bannað að fara með jakkana sína inn á staðinn. Asnó pasnó. Þannig að þá vorum við búin að eyða sirka 10 pundum (1300 kr.) bara til að komast inn á staðinn sem var allur út í jólatrjám. Jæja, ætluðum að ná í drykkina okkar en nei, þá var stelpan bara eitthvað að bulla og enginn frír drykkur. Þá datt maður bara alveg úr djammfílingnum og við fórum bara aftur upp á hótelið eftir að hafa hlaupið undan nokkrum Írum sem voru in the navy. Einn var ekki sáttur þegar ég fór að synga "In the navy!". Og ég sem syng svo fallega.
- Svo fórum við bara heim snemma næsta morgun og ég beint á æfingu upp á Seltjarnarnesi. Já svo keypti ég mér langþráðan iPóða í fríhöfninni. Svartur og stinnur.
Hendi inn dónamyndunum þegar ég nenni. Nenni sem sagt voðalega litlu þessa dagana. En ef þið verðið stillt þá segi ég ykkur kannski gleðifréttir á næstu dögum sem munu breyta ansi miklu í lífi mínu næstu árin. En bara ef allt gengur að óskum. Særúnum Óskum. Hohohoho. Bis später meine Damen und Herren!
sunnudagur, nóvember 12, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli