laugardagur, desember 20, 2003

BLOGG DAGSINS!

Ég rakst á skemmtilegt blogg um daginn. Þótt að maðurinn sem það er um sé viðurstyggð mikil, þarf kannski ekki að blogga um hann og stofna félag honum til heiðurs. Reyndar er þetta anti-fan club en samt sem áður félag. Já þið giskuðuð rétt því að ég er að tala um Heiðar Austmann, sjónvarps- og útvarpsmann með meiru. Í síðunni er hann kallaður Hreðjar en hann hefur svoleiðis, en hver veit það nema hann sjálfur? Þótt að þetta sé asnalegt blogg um asnalegan mann er þetta samt sem áður skemmtileg lesning og bara nokkuð fyndin. Hann Hreðjar er í alla staði leiðinlegur og er með ljóta klippingu. Svo eru litlar stelpur hrifnar af honum og þannig menn eru ekki vinsælir hjá mér. En bloggið er hérna og vonandi njótið. Ef mér býðst að vera meðlimur í þessum klúbbi mun ég hiklaust vera með og jafnvel bjóða mig fram í einhverja háttsetta stöðu, Vibbus Hreðjus jafnvel sem er víst það sama og formaður.Svo er hann líka með lélegan fatasmekk í þokkabót... og vinur hans líka. Þetta er líka kallað Hreðjar-syndrome sem sýkir menn og konur af ómóðensheitum.

Engin ummæli: