föstudagur, desember 19, 2003

DELLA ALDARINNAR

Faðir minn kær er kominn með nýja dellu og er það engin smáræðisdella. Dellan er lyftingar. Ég er ekki alveg að skilja karl föður minn því að hann hefur aldrei og þá meina ég aldrei haft mikinn vilja til að hreyfa sig og iðka íþróttir. Jú vissuelga fer hann með hundinn út að ganga en ég tel það tæpt að kalla hundagöngu til íþrótta. Hann keypti sér sem sagt þessar allsvakalegu lyftingasamstæðu og er búinn að planta þessu apparati í kjallaranum. Það verða sem sagt engin partý þar á meðan tækið er til staðar og verður því 4.B. að redda sér annars staðar.
En maður verður alltaf að sjá jákvæðu hliðarnar á öllum málum og hef ég fundið þá jákvæðu við komu aðskotahlutarins - að stofna Drykkjufélagið Upp-lyftingu þar sem mikið verður drukkið og síðan verður farið í bekkpressukeppni og sigurvegarinn fær upplyftingu, s.s. að allir haldi á honum og kassti í loftið. En svo fór ég að pæla... það er kannski ekkert sniðugt að láta fullt fólk lyfta lóðum. Mér hefur verið lyft að fullu fólki og hvernig haldið þið að það hafi endað? Jú, á jörðinni. Það væri samt alveg hægt að stofna þetta félag og tengingin við lyftingarnar væri að það væri hægt að sitja á tækinu eða hafa það sem borð. Svo er þetta líka afar fallegt tæki og ég gæti skreytt það og gert það huggulegt. Já ég held að ég geri það bara! Þeir sem hafa áhuga að gerast meðlimir í félaginu kommenta og ég skal taka umsóknina til umhugsunar.

Í skóinn:
Afsökunarbeiðni frá Askasleiki fyrir kartöfluna og að hafa verið að njósna um mig á ballinu.

Engin ummæli: