þriðjudagur, desember 23, 2003

Fídel Kastró - góður gaur!

Ég hef alltaf haldið að hann væri vondur kadl en svo er bara ekki. Pabbi sagði að það væri útaf því að ég hafi blindast af áróðri Bnadaríkjamanna. Það er líka alveg satt og svo er kannski líka ein önnur ástæða fyrir því. Þegar ég var yngri hlustaði ég rosalega mikið á Tvíhöfði og eini geisladiskurinn sem ég á var ofspilaður og það er óhugnalegt að ég geti hlustað á hann ennþá. Á disknum er leikrit sem kallast 'Bylting á Kúbu' og það hljóðar svo:

*Bank bank*
Móðir Fídels: Nei komdi sæll og blessaður Djeminn
Tjé: Hæ, er Fídel heima?
MF: Já. FÍDEL!
Fídel: Hvað?
MF: Hann Tjé er að spurja um þig
F: Já hæ.
T: Hæ, viltu vera memm?
F: Gera hvað?
T: Byltingu.
F: Byltingu... hvar?
T: Á Kúbu.
F: Kúbu... hvar er það?
T: Æi það er eyja.
F: Hmmm, af hverju?
T: Bara, arfarán.
F: Jájá, æi ég veit það ekki. Ég á eiginlega eftir að læra.
T: Þú mátt vera forseti.
F: Vá, lofarðu því?
T: Jájá
F: Ja það er kannski þokkalegt.
T: Ég held að það geti verið ógeðslega gaman.
F: Jæja ókei. Mamma, ég er farinn út!
MF: Hvert ertu að fara elskan?
F: Fara til Kúbu, í byltingu.
MF: Ekki vera lengi, passaðu að þér verði ekki kalt.

Nokkru síðar í skógum Bólivíu:

Báðir (syngjandi):
Óleóleóleóle, óleóle, óleóleóleóle, gera byltingu, gera byltingu!
T: Nú skulum við fara til Kúbu að gera byltingu.
F: Ókei.

Nokkru síðar á Kúbu:

T: Þá erum við búnir að gera byltingu og þú ert orðinn forseti Kúbu, Fídel. Hvernig lýst þér á það?
F: Þokkalega!
T: Fáðu þér vindil.
F: Nei reykingar eru óhollar maður.
T: Nei kommon maður, einn vindill getur ekki sakað.
F: Jæja ókei.

Öðruvísi fór en áætlað var, Tjé Gúvara reykti svo mikið að leyniþjónusta Bandaríkjanna neyddist til þess að drepa hann og Fídel Kastró hélt áfram að reykja eftir sinn fyrsta vindil og varð háður nikótíni. Hann varð þekktur sem einn hræðilegasti harðstjóri mannkynssögunnar og heldur Kúbu enn í heljargreipum kommúnisma og nikótínfíknar. Stöndum saman, verum reyklaus! Hötum kommúnista og illaþefjandi byltingarhyski!

Það sem er feitletrað hér að ofan er einmitt gott dæmi um það hvað usa-menn geta smitað út frá sér alls konar lygum og dóti. Ég man ekki alveg hvað Fídel átti að hafa gert... jú hann fór til Suður-Afríku og leysti fólk undan aðskilnaðarstefnunni, man ekki meira. Hann er líka eini maðurinn sem hefur staðið í hárinu á usa-mönnum og komist upp með það. Usa-menn settu líka hafnarbann á Kúbu og eitthvað svona leiðinlegt. En Fídel er þá góður gaur, það segir pabbi að minnsta kosti.

Mig langar til Kúbu



Hann Fídel er ekki bara góður gaur, hann er líka góður gaur í hafnarbolta og tekur sig ógeðslega vel út í þessum búning. Nettur!

Engin ummæli: