fimmtudagur, desember 25, 2003

GLEÐILEG JÓL!

Ég vona svo sannarlega að þau verði það. Jólin byrjuðu svo sem ágætlega hjá mér. Gott dæmi um það er Þorláksmessukvöld en þá skundaði ég ásamt 9 öðrum vitleysingum á vit ævintýranna á veg laugarinnar í Reykjavík. Fórum í strætó með túbu, bassatrommu, sneriltrommu, 2 horn, 2 trompeta, saxófón og jólabjöllur. Jú og nótur og jólaskapið. Leið okkar lá svo í Kolaportið þar sem jólalögin voru kyrjuð í gegnum hljóðfærin en lítil var stemningin þannig að við fórum á Laugarveginn í staðinn. Þar var nóg um að vera og mikið um manninn. Okkur var tekið vel og fólk var greinilega í stuði af því að það tók óhikað þátt í leiknum okkar, að kasta pening í húfu. Verðlaunin fyrir þátttökuna voru ekki af verri endanum, hyllingaróp. Svo þegar við sáum einhverja sem við þekktum spiluðum við eitt frægasta lag í heimi fyrir það, afmælislagið. Engu máli skipti þótt að þau áttu afmæli eða ekki. Við komumst svo að því að Skífan er fýlupúkabúð sem kann ekki að meta góða tónlist og jólaandann því að við vorum rekin út þegar við buðumst til að spila þar. Heimildir herma að þar hafi Jón Ólafsson verið að verki. Við létum það ekki aftra okkur frá því að spila, en við spiluðum s.s. um allan Laugarveginn og með leiknum okkar söfnuðum við ca. 10.000 kr. sem er samt helmingi minna en við söfnuðum á Menningarnótt. Það var líka ekki mikið af fullu fólki í þetta skiptið sem gáfu okkur heilu 1000 kallana.

Aðfangadagur byrjaði nú rólega. Ég vaknaði seint og fékk grjónagraut. Síðan var hin árlega pakkaferð og heima hjá frænda mínum og frænku voru reyttir brandarar á fullu spani:

Hafið þið heyrt um bóndann sem tók inn heilt pilluglas af viagra? Honum er haldið sofandi í mjaltarvél!

Hvað kallast maður af amerísk-afrískum uppruna sem hefur borðað nokkur biðskyldumerki? Toblerone!


Eftir mikil hlátrasköll var haldið heim í von um að finna ilminn af hamborgarahrygginn í ofninum. En enginn var ilmurinn. Pabbi hafði þá stillt klukkuna vitlaust og núna var klukkan hálf fimm og hryggurinn hrár. Því varð að fresta máltíðinni um nokkra klukkutíma en það var nú allt í lagi fyrir mig en ekki systur mína því að hún var að farast á taugum og hélt að hún myndi ekki fá að opna neina pakka í ár. Sem betur fer voru amma og afi fjarri góðu glensi frá þessum hremmingum því að þau ákváðu að fara í 3 mánaða rómantíska ferð... til Noregs og búa þar hjá dóttur sinni og 3 brjáluðum börnum sem tala ekkert nema norsku. Tuttebærjahulte! Afi hefði svo sannarlega ekki sætt sig við svona uppákomu. En klukkan 9 voru allir búnir að borða og pakkarnir voru tættir í sundur. Ég fékk margt skemmtilegt og óskemmtilegt en það skemmtilega var tvímælalaust úr án tölustafa sem ég fékk frá foreldrum mínum. Því verður skipt fyrir betra úr. Svo fékk ég náttbuxur með ilm frá systur minni en ilmurinn á víst að fara úr í næsta þvotti. What a pitty it is! Svo fékk ég 3 geisladiska og tvo vildi ég alls ekki fá. Þeim verður því skipt líka. Rúsínan á pysluendanum var svo hið ágæta spil Trivial en það var spilað seinna um kvöldið þrátt fyrir öll boð og bönn. Pabbi fékk jólasveina g-strenginn frá systu og frændi minn fékk risastóra tréstyttu af svínum að ríða frá systur sinni. Á styttunni stendur: 'Making bacon' Haha! Svekkelsi kvöldsins átti án efa hún móðir mín en ég fékk þá hugmynd að hrekkja hana aðeins. Hún hafði s.s. sýnt mér þennan svakaflotta hring sem hana langaði svo mikið í og ég átti að sjá til þess að hann yrði keyptur. Hann var keyptur en einnig keyptum við í 10-11, ísskeið, hræripísk og geisladisk. Þessum þremur hlutum var fallega pakkað inn og mamma ætlaði að missa augun þegar hún sá að þetta var ekki lítill kassalaga pakki sem var pakkað inn í búðinni. Það var svo algjört kodak-móment þegar hún svo opnaði pakkann því að hakan var komin niður á maga af undrun og svekkelsi. Allt kvöldið var hún fúl og sagði að það yrði ekkert gaman að segja vinnufélugunum frá því hvað hún fékk í jólgjöf frá eiginmanni og börnum. Eftir nokkurra klukkustunda píningar og fýlu gáfum við henni svo rétta pakkann. Þá varð hún svo glöð, kyssti okkur og knúsaði og sagði: "Eins gott!" Vanþakkláta kona. Síðan var Trivial spilað og svo fóru allir að sofa.

Jóladagur byrjaði ekki vel. Kl. 7 um morguninn þurfti ég að dröslast framúr rúminu og fara að vinna á elliheimilinu, þvílík pína var það! Þegar ég kom á staðinn voru fá kunnuleg starfsfólksandlit og um helmingurinn voru útlendingaandlit. Ég var svo heppin að fá að vinna með leiðinlegu filipeysku-konunni sem kann ekki að tala almennilega íslensku og lætur mann gera allt það erfiða og leiðinlega. Orðin 'ha?' og 'ég skil þig ekki!' voru því óspart notuð þennan vinnudag. Í þokkabót mætti hún með jólasveinahúfu dóttur sinnar og var alltaf síhrópandi: "Hóhóhóhóhóhó!" Greyið gamla fólkið hrökk alltaf í kút og það lá við að það dytti úr rúmunum og gleypti gervitennurnar sínar. Það var líka mikið þreifað á mér þennan vinnudag því að dónakallinn á deildinni var svo sannarlega í jólastuði og ávallt ungur í anda. Ég var svo heppin að fá að klæða hann og fékk því mikið hól fyrir lögulegan líkama og fallegt nafn. Filipeyska konan setti líka út á nafnið mitt og tjáði mér það að á filipeysku þýddi það strútur! Og svo hló hún. Mér var ekki skemmt. Eftir vinnu fór ég heim, skóflaði í mig einu hangiketslæri og hér sit ég og þjappa matnum niður með því að hossast á stólnum. Virkar bara heldýpis vel. Neih, eftirrétturinn tilbúinn!

Það var kannski vitleysa af mér að óska ykkur gleðilegra jóla því í mínum huga eru þau alltaf búin á jóladag en ekki tek ég orð mín til baka. Þetta voru þá bara ágætis jól.

Engin ummæli: