föstudagur, desember 12, 2003

Ég hef sagt það áður og segi það enn... mamma mín er ofurkona. Allt sem hún gerir, gerir hún af svo mikilli innlifun og gerir það með hjartanu. Nei ég segi svona. Tilefni þess að ég lofsama hana hér í dag er gullmoli sem spratt af vörum hennar um daginn, moli sem við kvenþjóðin ættum digga. Hún og pabbi voru eitthvað að kítast:

Mamma: "Af hverju tekurðu aldrei upp ryk ef þú sérð það á gólfinu?"
Pabbi: "Af hverju getur þú ekki verið eins vaxin og konurnar í Victoria's Secret sýningunni?"
Mamma: "Ef ég væri það, þá væri ég ekki gift þér!"

FEIS!!

Í súkkulaðidagatalinu: Veit það ekki, dagatalið er fyirr neðan ruslatunnuna og molinn datt ofan í
Í skóinn: Thule í gleri fyrir jólaballið. Jólasveinninn vill greinilega að ég verði óþekk á ballinu svo að hann geti flengt mig vel og rækilega.

Engin ummæli: