sunnudagur, desember 07, 2003

SVEKKELSI DAGSINS!

Ég fór áðan í mat til ömmu og afa í afa-læri. Núna er afi bara með eitt læri. Nei við kölluð alltaf lærin sem eru af kindunum hans, afa-læri. Systir mín missti úr sér augun þegar hún sá broddgelti eðla sig og tilkynnti öllum það að broddgeltir ríða eins og hundar. Eftir afa-lærið, hoppaði afi á einum fæti yfir að sjónvarpinu og horfði á fréttirnar. Síðan sagði hann við mig að þessi væri nú lík mér... ég kipptist öll til og skaust að sjónvarpinu í von um að hann væri að líkja mér við einhverja ofurskutlu. En nei... hann líkti mér við þessa:Þetta er sem sagt eiginkona Putins sem er forseti Rússlands. Sjáið þið svip? Nei ég held ekki!! Afi á sko ekki sjö dagana sæla á næstunni!!

Engin ummæli: