mánudagur, desember 08, 2003

LALLI DAGSINS!

Í sakleysi mínu var ég að læra í gær fyrir latínupróf. Rosa rosa rosam rosae rosae rosa. Allt í einu heyrði ég þessi þvílíku kokhljóð fyrir utan og var mér því litið út um gluggann. Og var þá kallinn bara ekki mættur... sjálfur Lalli Johns! Hann var að gera sér glaðan dag og ákvað að æla á nágrannahúsið. Sem var bara gott hjá honum, betra en að gera það á miðri götu. En það sem vakti furðu mína var að hann var með einhverjum polla sem er kannski á svipuðum aldri og ég. Á Lalli þá kannski son eða er hann búinn að stofna einhvers konar klíku? Lalli's devils!!
En hvað um það... Lalli sá greinilega að það var einhver að horfa á hann í gegnum rimlagardínurnar og ákvað að líta aðeins upp úr ælunni og horfa inn um gluggann. Þá varð ég sko hrædd þannig að ég hætti bara að horfa og leyfði honum að klára að gubba. En þegar hann var búinn að ljúka sig af, labbaði hann að glugganum og kíkti inn. Og hjartað bara: Búmmbúmm búmm búmm búmm. Núna skil ég hvernig mömmu leið þegar hún ætlaði að ná í mig af busaballinu í 3. bekk og hann var fyrir framan Kaffi Reykjavík og settist bara á húddið á bílnum hennar. Það hefur verið vond skita!!
En Lalli lallaði bara í burtu fyrst hann sá engan í glugganum og eflaust hefur hann líka ælt á næsta hús.Í súkkulaðidagatalinu: Pakki

Engin ummæli: